Heildarlausn GE-verks í uppþíðingu á fiski sem byggir á nýjum aðferðum þar sem frosin blokk er tekin í sundur fyrir uppþíðingu og fer þvínæst í gegnum nýtt uppþíðingarkerfi sem bæði eykur gæðin og styttir uppþíðingartímann á fiskinum.
Búnaðurinn hentar bæði fyrir uppsjávar- og botnfisktegundir.
Lausnin er hægt að fá að hluta eða sem heildarlausn í uppþíðingu. Heildarlausnin samanstendur af eftirfarandi búnaði:
Uppþíðingunni er stjórnað af snertiskjá og eru mismunandi uppþíðingarforrit eftir stærð og tegund fisksins, þar ræður mestu tími og hitastýring . Það tekur u.þ.b. 50 mínútur að skilja 5.000 kg af blokk í sundur í IDS skiljunni eða rúmlega fjögur bretti , miðað við að tveir menn taki blokkir úr pokum.
Þegar fiskurinn hefur verið skilinn í sundur í IDS skiljunni tekur það aðeins 1,5-2 klst að þíða 5.000 kg af bolfiski upp, þannig að fiskurinn er tilbúinn í vinnsluna. Mun skemmri tíma tekur að þíða upp uppsjávarfisk.
Einnig er hægt að kaupa IDS skiljuna með mötunarbandi sér, og hentar hún mjög vel við allar gerðir uppþíðingartækja.